Gerlar í mjólk og forvarnir
Mjólk úr heilbrigðu júgri er gerlasnauð. Umhverfið, umhirðan og hreinlætið eru því lykilatriði við mjólkurframleiðsluna
Gerlarnir berast í mjólkina við mjaltir og af þeim snertiflötum mjaltabúnaðarins og tækjum sem mjólkin fer um og er geymd í og eru ekki hreinir.
Kuldakærir gerlar eru gerlar sem þrífast best við hitastig undir 20?C og fjölga sér niður að 0?C. Þeir finnast í yfirborðsvatni og öðru umhverfi og geta verið í mjaltabúnaði, leiðslum og tönkum. Mikilvægt er að vatnsleyfar berist ekki í mjólkina. Kuldakærir gerlar framleiða efni sem valda ýmsum skemmdum á mjólk, m.a. niðurbroti á fitu og próteini. Þeir framleiða efni sem valda efnahvörfum. Sum þessara efna eru hitaþolin og komast í gegnum gerilsneyðingu þó svo að gerlarnir sjálfir eyðist. Miðað við eðlilegan þvott er gerilsneyðingin með efnum eða heitu vatni mikilvægasti þátturinn í eyðingu þeirra. Einnig er mikilvægt að fylgjast með gæðum neysluvatns og að vatn sitji ekki í leiðslum og tönkum.
Hitaþolnir gerlar þrífast best við 45-60?C og fjölga sér við hitastig allt upp í 90?C. Flestir koma þeir úr heyi, súrheyi og moði. Þeir berast m.a. í gegnum meltingarveg kúnna í básinn, á spena og á húð. Oft er mjög mikið magn í mykju og á húð. Þrif á júgri, spenum og afturhluta kúnna ásamt hreinum básum minnka líkurnar á því að þessir gerlar berist í mjólkina. Slitin spenagúmmí og óþarfa loftsog auka líkurnar á fjölgun gerlanna í mjólkinni. Mikið magn af þessum gerlum drepst ekki við gerilsneyðingu í samlagi og bein tengsl eru á milli innihalds hitaþolinna gerla og geymsluþols mjólkurinnar. Þeir hitaþolnu gerlar, sem valda mestu tjóni í ostagerð, eru þeir sem fjölga sér best án súrefnis. Illa verkað vothey er mikil uppspretta hitaþolinna gerla.
- Um Auðhumlu
- Stefna Auðhumlu
- Félagsmenn
- Fréttir
- Upplýsingar
- Gæðamál
- Flutningar
- Sýnataka
- Gerlar í mjólk og forvarnir
- Mikilvægi forkælingar
- Aðbúnaður mjólkurkúa
- Lyf
- Verðlagsmál
- Þjónusta við mjólkurframleiðendur
- Símaskrá
- Reglugerðir
- Heimsmarkaðsverð á smjöri og undanrennudufti
- Bændavefur
- Mjólkurpósturinn
- Hrámjólk
- Verklagsreglur