14.04.2010Eldgos í Eyjafjallajökli, mjólkurflutningar
Vegna eldgoss í Eyjafjallajökli er viðbúið að mjólkursöfnun raskist. Í dag átti m.a. að sækja mjólk í Mýrdalinn og á Klausturssvæðið. Af því verður ekki. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að sækja mjólk á þetta svæði á morgun fimmtudaginn 15. apríl. Allar frekari upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson hjá MS Selfossi í síma 480-1622