06.05.2009Sveitapósturinn maí 2009
Forystugrein blaðsins fjallar um greiðslumarksákvörðun næsta árs og forsendur fyrir kaupum á umframmjólk. Fram kemur í greininni að útflutningur á skyri hefur ekki náð þeim árangri sem vænst var og forsendur fyrir útflutningi verði að taka til endurmats. Birgir Hinriksson mjólkurbílstjóri er hættur eftir 36 ára starf. Birgir fékk í langan tíma fæði hjá Sveinbjörgu Ingimundardóttur og Ólafi Jóni Jónssyni frá Teigingarlæk. Voru þeim færðar þakkir fyrir í síðasta stoppi hans hjá þeim. Aðalfundur Auðhumlu var haldinn 3. apríl og er fjallað um fundinn ásamt myndum. Upplýsingatöflur eru á sínum stað
Hér getur þú nálgast nýjasta sveitapóstinn og eldri útgáfur.