20.02.2009Afurða- og stofnsjóðsmiðar 2009
Nokkur seinkun hefur orðið á útsendingu afurða- og stofnsjóðsmiða Auðhumlu svf. vegna ársins 2008. Athygli er vakin á því að afurðamiðar verða nú tveir. Sá fyrri fyrir tímabilið janúar til ágúst og hinn síðari fyrir september til desember. Ástæðan er breyting á tölvukerfi 1. september 2008 eins og kunnugt er. Stofnsjóðsmiði er hins vegar einn fyrir allt árið. Þó þannig að það kemur einn miði fyrir óskattlagða hlutann og annar fyrir skattlagða hlutann hjá þeim félagsmönnum sem eru með skiptan stofnsjóð vegna uppfærslu. Beðist er velvirðingar þeim óþægindum sem seinkun á útsendingu þessarra gagna hefur haft fyrir framleiðendur. Gögnin hafa verið send út.