27.03.2008Innvigtun í viku 11 hjá aðildarfélögum SAM
Innvigtun í viku 11 var 2.518.589. Aukning frá viku 10 er rúmir þrjátíu þúsund lítrar eða 1,23%.
Innvigtun í viku 11 árið 2007 var 4.006 lítrum minni eða 2.514.583 lítrar. Vikuleg aukning milli ára er 0,16%.
Innvigtun það sem af er verðlagsárinu er 64,2 milljónir lítra, aukning milli verðlagsára er um 1,5 milljónir lítra eða 2,6%.
Um miðja viku númer 11 hóf Mjólkursamsalan ehf að safna mjólk fyrir Mjólku hf, sú mjólk er innifalin í innvigtunartölum SAM frá þeim tíma.
Frekari upplýsingar má finna á pdf formi hér