17.01.2008Fjörmjólk - ný umbúðastærð!
Nú er að koma á markað ný umbúðastærð af Fjörmjólk.
Fjörmjólk hefur um árabil fengist í 1 lítra umbúðum en fæst nú einnig í 250 ml. fernum með röri. Fjörmjólk er vaxandi í sölu og mun nýja umbúðastærðin vafalaust auka sölu enn frekar.
Fjörmjólk er sérstaklega holl. Hún er bæði kalkrík og fitulaus auk þess sem hún er A & D vítamínbætt.
Markaðssetningu verður fylgt úr garði með auglýsingum í dagblöðum og sjónvarpi.
Fjörmjólkin er framleidd hjá MS Reykjavík.
Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlegast hafið samband við sölumenn Mjólkursamsölunnar ehf. í s:569 2345.
Mjólkursamsalan ehf.
Sölu- og markaðssvið