07.01.2008Innvigtun í viku 52 hjá aðildarfélögum SAM
Innvigtun í viku 52 var 2.320.877 lítrar. Aukning frá viku 50 var um 15 þúsund lítrar eða 0,67%. Til samanburðar var innvigtun í viku 52 árið 2006 um 2.277 þúsund lítrar. Vikuleg aukning milli ára er því rúmir 44 þúsund lítrar eða 1,95%.
Heildarinnvigtun hjá aðildarfélögum SAM árið 2007 var 124.815.782 lítrar. Innvigtun til mjólkursamlaga á Íslandi hefur aldrei verið meiri.
Mesta innvigtun til mjólkursamlaga á Íslandi hefur verið:
Innvigtunarár Innvigtun í milljónum lítra
2007 124,8
1978 120,2
1979 117,2
2006 117,1
Vakin er athygli á því að vegna skorts á upplýsingum er innvigtun mjólkur til aðila utan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. ekki innifalin í ofangreindum tölum.
Frekari upplýsingar má finna hér.