20.11.2007Gengið frá sölu Remfló til Jötunn Vélar

Í dag var gengið frá kaupsamningi vegna sölu Auðhumlu á Remfló ehf til Jötunn Véla á Selfossi.
Jötunn Vélar munu taka við rekstri Remfló þann 1. desember næstkomandi. Jötunn Vélar mun reka Remfló að Austurvegi 64a til að byrja með en stefnir svo að því að færa starfsemi félagsins að Austurvegi 69 þar sem Jötunn Vélar hafa aðstöðu.
Á myndinni eru frá vinstri: Finnbogi Magnússon framkvæmdastjóri, Haukur Kristjánsson sölumaður og Guðmundur Þór Guðjónsson fjármálastjóri frá Jötunn Vélum. Sigurður Grétarsson framkvæmdastjóri Remfló, Gunnar Jónsson skrifstofustjóri og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu.