16.03.2020Upplýsingar og tilmæli til mjólkurframleiðenda vegna COVID-19
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Kórónaveirunnar / COVID-19 eru mjólkurbílstjórar nú með einnota hanska og spritt meðferðis í mjólkurbílunum. Framleiðendur eru vinsamlega beðnir um að hafa einhver ílát eða poka inni í mjólkurhúsum þar sem mjólkurbílstjórar geta losað sig við hanskana að notkun lokinni. Eins eru framleiðendur beðnir um að forðast samskipti við mjólkurbílstjóra eins og kostur er.