07.01.2019Úrvalsmjólk - Breyting á reglum
Þann 1. janúar 2016 var virkjuð regla um að engin einstök mæling mætti fara yfir 40.000 þús. í líftölu. Þessi regla var gagnrýnd á deildarfundum síðustu ár en jafnframt taldi yfirmaður mjólkureftirlitsins hana óþarfa.
Því samþykkti stjórn Auðhumlu á fundi sínum 7. desember 2018 að fella niður þessa reglu frá og með 1. janúar 2019.