31.08.2018Nýr stjórnarformaður Auðhumlu svf.
Á fundi stjórnar Auðhumlu 30. ágúst 2018 lét Egill Sigurðsson frá Berustöðum í Ásahreppi af störfum sem formaður stjórnar Auðhumlu eftir að hafa gengt því starfi í liðlega áratug.
Nýr stjórnarformaður var kjörinn Ágúst Guðjónsson bóndi á Læk í Flóahreppi. Ágúst er búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og iðnaðartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands. Áður en hann gerðist bóndi var hann deildarstjóri framleiðsludeildar SS í 15 ár.