18.12.2017Auðhumla yfirtekur mjólkureftirlitið frá 1. janúar 2018
Auðhumla svf. er stærsti kaupandi hrámjólkur af bændum og eini aðilinn sem selur öðrum úrvinnsluaðilum hrámjólk. Í því ljósi þykir eðlilegt að mjólkureftirlitið með sína 4 starfsmenn sé hjá Auðhumlu. Tekur sú breyting gildi frá og með 1. janúar 2018. Mjólkureftirlitið aðstoðar mjólkurframleiðendur um allt land og verður engin breyting þar á við þessi tímamót. Auðhumla kaupir rannsóknarþjónustu s.s. á tanksýnum o.fl. eins og áður af Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins sem rekin er af Mjólkursamsölunni ehf.